Okkur var treyst fyrir því skemmtilega verkefni að uppfæra heimasíðu Bíóhússins á Selfossi. Nýi vefurinn keyrir á WordPress vefumsjónarkerfinu og er í grunninn byggður á stöðluðu útliti sem hefur verið sniðið að þörfum kvikmyndahúsa. Yfir 80% gesta á vefsíðuna nota snjallsíma því var lagt mikið upp úr því að búa til notendavæna og snjalla síðu sem aðlagar sig vel að öllum skjástærðum.

Bíóhúsið tekur á móti rúmlega 40 þúsund gestum árlega sem allir sækja sér upplýsingar um sýningartíma á vefsíðuna. 35% prósent af gestunum bóka einnig miða á netinu. Markmiðið með síðunni er að auka vefsölu og aðgengi að upplýsingum. Vefurinn er beintengdur Markus Cinema System sem heldur utan um sölu og miðabókanir. Í áframhaldi munum við sjá um leitarvélabestun fyrir Bíóhúsið en við munum fjalla um það verkefni síðar með stöðuuppfærslu á blogginu okkar.

Vefsíðugerðin fyrir Bíóhúsið Selfossi var skemmtilegt verkefni að vinna. Vefurinn þeirra er einnig hýstur á vefþjónum okkar.