Nýlega tókum við að okkur það verkefni að lífga upp á gamla WordPress vefsíðu fyrir Hótel Selfoss. Þegar Hótel Selfoss tók í notkun nýtt bókunarkerfi fannst okkur það kjörið tækifæri að uppfæra síðuna. Eins og með flestar heimasíður er tilgangurinn að veita góðar og aðgengilegar upplýsingar og var því aðal markmiðið að stytta aðgengi að öllum helstu upplýsingu. Síðan er einnig tengd bókunarkerfinu CloudBeds en við unnum að innleiðingu þess kerfis með hótelinu.

Við einfölduðum verulega aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem er í boði í nágrenni við hótelið. En sú þjónusta hefur verið í boði á enskri útgáfu vefsíðunnar.