Við opnuðum nýlega vefsíðu fyrir nýja barnavöruverslun á Suðurlandi. Við lögðum mikla áherslu á útlit síðunnar og notendaupplifun. Vefsíðan byggir á WooCommerce sem keyrir á WordPress kerfinu.

Hvert og eitt skref við gerð síðunnar var unnið með leitarvélabestun í huga en á stuttum tíma hefur vefurinn komist á topp 10 lista Google með flest þau leitarorð sem við unnum með í byrjun. Það hefur skilað hundruðum heimsókna á vefinn.

Eigendur verslunarinnar leituðu einnig til okkar með lausn fyrir afgreiðslukerfi og settum við því upp kerfi sem við höfum unnið með frá Yith themes sem heitir Point of Sale. POS kerfið frá Yith er afar notendavænt og einfaldar birgðahald fyrir verslun og netverslun.

Smelltu hér til þess að skoða vefinn.